Lýsing
Um Nr. 24 Hársápu Blond skönhet
Nr. 24 Hárnæring Blond skönhet er handunnin og mild silfur hárnæring sem eykur áhrifin af silfursjampóinu á ljósu, gráu og aflituðu hári. Hún inniheldur blátré eða campeche sem kælir og hreinsar, lífræna avókadó olíu og Aloe Vera sem eykur raka og gljáa í hári. Toppurinn er svo greipaldinolía sem gefur skínandi ilm, minnkar ertingu í hársverði og eykur einnig blóðflæðið í hársverðinum.
Dreifið ögn af hárnæringu í gegnum hárið og látið standa í nokkrar mínútur.
Skolið vandlega.
Vegan.
Innihaldslýsing:
Aqua, Cetearyl Alcohol, Cetearyl Glucoside, Glycerin, Aloe Barbadensis Extract, Cocos Nucifera, Persea Gratissima, Vitellaria Paradoxa, Simmondsia Chinensis, Lactic Acid, Dehydroacetic Acid, Haematoxylum Campechianum, Citrus Paradisi, Boswellia Carterii Oil, Acid Violet 43.
Um Bruns hárnæringarnar
BRUNS Products hárnæringar eru mildar, náttúru- og umhverfisvænar fyrir fagfólk og almenning.
Hárnæringarnar eru þróaðar af hárgreiðslumeisturum fyrir hárgreiðslufólk. Áhersla er lögð á að viðhalda náttúrulegum gæðum hársins sem og vellíðan hárgreiðslufólks og notenda hárvaranna. Allar vörurnar eru handunnar í Svíþjóð. Innihald hárnæringanna eru úr sérvöldum náttúrulegum og lífrænum efnum. Þær skaða ekki umhverfið, hvorki fólk né dýr.
Það er okkur mjög mikilvægt að engin kemísk efni séu notuð í hárnæringarnar og að hárgreiðslusfólk sé ekki að vinna með vörur sem skaða umhverfið eða mannfólk. Þannig öxlum við ábyrgð saman.
Johanna Lindskoug og Cecilia C Nilsson eru hárgreiðslumeistarar og stofnendur Bruns Products. Þær reka GRON-SALON vottaðar hárgreiðslustofur í Malmö og Lund í Svíþjóð og hófu að framleiða sínar eigin vörur eftir að hafa unnið með hárvörur sem voru ekki góðar fyrir umhverfið né mannfólk. Vörurnar hafa sannað sig í Svíþjóð sem og annarsstaðar og viðskiptavinir þeirra vilja ekkert annað í dag.
Það eru engar umsagnir enn.