Nr. 19 Næringarsprey Ilmlaust

3.990 kr.5.790 kr.

Balsamspray, handunnið í Svíþjóð
Hentar öllum hártýpum
Einstaklega gott fyrir gróft, óstýrilátt, þurrt og líflaust hár
Veitir raka og næringu
Mýkir og gefur fallegan glans
Ilmefnalaust og ofnæmisvottað
Þægilegt að spreyja yfir hárið til að öðlast samstundis frískleika
Getur komið í staðinn fyrir hárnæringu
Má nota bæði í vott og þurrt hár
Vegan

Vörunúmer: BRUKRE15-1 Flokkar: , , Merkimiðar: , , , , , ,

Lýsing

Um Nr. 19 Næringarsprey

Næringarsprey nr 19  er handunnið, rakagefandi og nærandi sprey sem gefur hárinu einstakan gljáa og frískleika. Jojoba olía, aloe vera og shea smjör nærir og mýkir þurrt og óstýrilátt hár. Auðvelt er að spreyja efninu í þurrt eða rakt hárið og á ekki að skolast úr. Hristist fyrir notkun. Næringarspreyið nr. 19 er ofnæmisvottað og án allra ilmefna og hentar því vel fólki með  ilmefnaóþol- eða ofnæmi. Fyrir allar hárgerðir og öll kyn.

Innihaldslýsing:
Aqua, Cetearyl Alkohol (coconut), Cetaryl Glucoside (corn and coconut), Behenamidopropyl Dimethylamine (rapeseed oil), Glycerin (corn oil), Cocos Nucifera (coconut), Aloe Barbadensis Leaf Juice, Persea Gratissima (avocado oil), Vitellaria Paradoxa (shea butter), Lactic Acid (veg), Simmondsia Chinensis (jojoba oil), Dehydroacetic Acid (natural preservative)

Um Bruns mótunarvörurnar

BRUNS Products mótunarvörur eru mildar, náttúru- og umhverfisvænar fyrir fagfólk og almenning.

Mótunarvörurnar eru þróaðar af hárgreiðslumeisturum fyrir hárgreiðslufólk. Áhersla er lögð á að viðhalda náttúrulegum gæðum hársins sem og vellíðan hárgreiðslufólks og notenda hárvaranna. Allar vörurnar eru handunnar í Svíþjóð. Innihald varanna er úr sérvöldum náttúrulegum og lífrænum efnum. Þær skaða ekki umhverfið, hvorki fólk né dýr.

Það er okkur mjög mikilvægt að engin kemísk efni séu notuð í vörurnar og að hárgreiðslusfólk sé ekki að vinna með vörur sem skaða umhverfið eða mannfólk. Þannig öxlum við ábyrgð saman

Johanna Lindskoug og Cecilia C Nilsson eru hárgreiðslumeistarar og stofnendur Bruns Products. Þær reka GRON-SALON vottaðar hárgreiðslustofur í Malmö og Lund í Svíþjóð og hófu að framleiða sínar eigin vörur eftir að hafa unnið með hárvörur sem voru ekki góðar fyrir umhverfið né mannfólk. Vörurnar hafa sannað sig í Svíþjóð sem og annarsstaðar og viðskiptavinir þeirra vilja ekkert annað í dag.

Þess vegna skrifa þær undir hverja vöru með stolti.

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Nr. 19 Næringarsprey Ilmlaust”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *