Lýsing
Um Nr. 18 Næringarsprey
Næringarsprey nr 18 er handunnið, nærandi og rakagefandi sprey sem með frískandi og upplífgandi ilmi af sólarkysstum sítrusávöxtum. Það gefur hárinu raka, mildan gljáa og einstakan frískleika. Jojoba olía, aloe vera og shea smjör nærir og mýkir þurrt og óstýrilátt hár. Auðvelt er að spreyja efninu á þurrt eða rakt hárið og á ekki að skola úr. Hristist fyrir notkun. Fyrir öll kyn og allar hárgerðir.
Innihaldslýsing:
Aqua, Cetearyl Alkohol (coconut), Cetaryl Glucoside (corn and coconut), Behenamidopropyl Dimethylamine (rapeseed oil), Glycerin (corn oil), Cocos Nucifera (coconut), Aloe Barbadensis Leaf Juice, Persea Gratissima (avocado oil), Vitellaria Paradoxa (shea butter), Lactic Acid (veg), Simmondsia Chinensis (jojoba oil), Dehydroacetic Acid (natural preservative), Essential oil blend; Citrus Reticulata*, Litsea Cubeba*. (*Contains Limonene, Linalool, Geranial, Neral, Farnesol)
Um Bruns mótunarvörurnar
BRUNS Products mótunarvörur eru mildar, náttúru- og umhverfisvænar fyrir fagfólk og almenning.
Mótunarvörurnar eru þróaðar af hársnyrtimeisturum fyrir hársnyrtifólk. Áhersla er lögð á að viðhalda náttúrulegum gæðum hársins sem og vellíðan hársnyrtifólks og notenda hárvaranna. Allar vörurnar eru handunnar í Svíþjóð. Innihald varanna eru úr sérvöldum náttúrulegum og lífrænum efnum. Þær skaða hvorki umhverfið né lífríki.
Það er okkur mjög mikilvægt að engin kemísk efni séu notuð í hárnæringarnar og að hársnyrtisfólk sé ekki að vinna með vörur sem skaða umhverfið eða mannfólk. Þannig öxlum við ábyrgð saman.
Johanna Lindskoug og Cecilia C Nilsson eru hársnyrtimeistarar og stofnendur Bruns Products. Þær reka GRON-SALON vottaðar hárstofur í Malmö og Lund í Svíþjóð og hófu að framleiða sínar eigin vörur eftir að hafa unnið með hárvörur sem hvorki voru heilsusamlegar náttúrunni né lífríki. Vörurnar hafa sannað sig í Svíþjóð sem og annars staðar og viðskiptavinir þeirra vilja ekkert annað í dag.
Þess vegna skrifa þær undir hverja vöru með stolti.
Það eru engar umsagnir enn.