Lýsing
Um Nr. 25 Hársápu Silverschampo – Strength and shine
Nr. 25 Hársápa er handunnið, milt sjampó sem eykur raka og dregur úr gulum tónum í lituðu ljósu, gráu og aflituðu hári.
Hársápan inniheldur campeche sem er einnig kallað blátré, sem gefur þessi köldu blæbrigði í hárið. Hársápan nr. 25 er ilmlaus og hentar því vel þeim sem þola ilmefni illa. Hársápan styrkir hárið og gefur því fallegan og náttúrulegan glans.
Þvoið hárið tvisvar með litlum skömmtum í hvort skipti. Seinni umferðin er til að ná fram fullum löðuráhrifum. Skolið vel á milli. Við mælum með því að nota hárnæringu Nr. 25 með til að ná fullum áhrifum. Gott er að hafa í huga að þar sem að vörurnar eru mildar og náttúrulegar þá gæti þurft tvo, til þrjá þvotta til þess að ná fram fullri virkni litarefnanna.
Vegan.
Innihaldslýsing:
Aqua, Decyl Glucoside, Glycerin, Olive Oil Polyglyceryl-6 Esters, Sodium Laurylglucosides Hydroxypropylsulfonate, Disodium Cocoyl Glutamate, Simmondsia Chinensis Seed Oil, Xanthan Gum, Hydroxypropyl Guar, Haematoxylum Campechianum Powder, Glyceryl Laurate, Sodium Chloride, Potassium Sorbate, Pentylene Glycol, Sorbic Acid, Acid Violet 43*, *synthetic origin
Um Bruns hársápurnar
Allar hársápur eru handgerðar með náttúrulegum efnum. Mismunandi tegundir hársápa eru fyrir mismunandi tegundir hárs.
BRUNS Products hársápur eru mildar hársápur fyrir fagfólk og heimili.
Hársápurnar eru þróaðar fyrir fagfólk af fagfólki og er áherslan lögð á að viðhalda gæðum hársins og vellíðan bæði hárgreiðslufólks og notanda vörunnar. Allar hársápurnar eru handgerðar í Svíþjóð og hver og ein og einasta vara er með sérvöldum náttúrulegum og lífrænum efnum sem skaða hvorki umhverfið, fólk né dýr.
Það er okkur mjög mikilvægt að engin kemísk efni sé notað í hársápurnar og að hárgreiðslusfólk sé ekki að vinna með vörur sem skaða umhverfið og mannfólk. Þannig öxlum við ábyrgð saman.
Johanna Lindskoug og Cecilia C Nilsson eru hárgreiðslumeistarar og stofnendur Bruns Products. Þær reka GRON-SALON vottaðar hárgreiðslustofur í Malmö og Lund í Svíþjóð og hófu að framleiða sínar eigin vörur eftir að hafa unnið með hárvörur sem voru ekki góðar fyrir umhverfið né mannfólk. Vörurnar hafa sannað sig í Svíþjóð sem og annarsstaðar og viðskiptavinir þeirra vilja ekkert annað í dag.
Þess vegna skrifa þær undir hverja vöru með stolti.