Skip to main content
Græna stofan - Fagmennska

Umsagnir viðskiptavina

Við erum afskaplega ánægð og stolt af því að eiga dásamlega viðskiptavini sem hafa gefið sér tíma til að skrifa okkur falleg skilaboð og skilja eftir athugasemdir. Hér að neðan má lesa brot af þeim umsögnum sem okkur hafa borist í gegnum tíðina, en þær skipta hundruðum. Takk fyrir að velja Grænu stofuna.

Var að prófa í fyrsta skipti Grænu stofuna. Mæli 100% með! Fór til Heiðrúnar og var að dekkja ljósa hárið og er svakalega ánægð.

Hallveig J.

Mjög færir starfsmenn og frábær stemming þarna, mæli 100% með ❣️👌

Snædís K.

Alltaf dásemd að koma á Grænu stofuna❤️❤️❤️

Edda Björgvinsdóttir

Æðisleg stofa með þægilegt andrúmsloft, ég er rosalega ánægð með strípurnar og klippinguna og mun klárlega koma aftur 🙂 takk fyrir mig!

Sveindís Þ.

Very relaxing atmosphere and we were happy with our experience

Andrea

Ofsalega góð stund og góð samvinna með Sædísi. Hún var nærgætin og fór aldrei of langt með snyrtinguna þó svo að það var löngu orðið tímabært að snyrta þessa enda! Verandi mjög brennd eftir annan hársnyrti var þetta jákvæð reynsla 🙏🏽

Aldís Amah

Mjög flott aðstaða og fagmannleg þjónusta. Mér leið vel inni og fann fyrir öryggi og ró. Ég er mjög ánægð með klippinguna og þjónustuna.

Eyrún Inga

Yndisleg nærvera og virðing Pippa fyrir skjólstæðing sínum. Gaf honum allan þann tíma sem hann þurfti við að vera klipptur 🌹🌹🌹

Margrét f.h. Rúnars Þórs

If you want to get excellent haircut in Reykjavik, come to this hairsalon.

Mantas K.

Fullkomin þjónusta, jákvæð þjónustulund, mikil þolinmæði og sveigjanleiki, samheldni hjá teyminu og allir eru ósparsamir með hrós og gefa frá sér góða strauma. Gekk inn með spennu fyrir krefjandi klippingu og gekk út með vítt bros á vör og ríkulegri ásýnd. Kærar þakkir fyrir mig 🙂

Alexía G.

Fyrirmyndarþjónusta í alla staði. Notalegt og gott umhverfi. Keypti nýju hársápuna (sjampó-ið) og næringuna og er mjög ánægð. Smá hint af lerki-ilmi, gerir þetta enn betra. Takk fyrir mig 🙂

Sigrún I.

Þjónustan, viðmótið og amdrúmaloftið allt er alveg til fyrirmyndar. Mér liður alltaf jafn vel að koma þangað. Litirnir haldast líka alveg ofsalega vel, ég er með fjólublátt hár (sem er oft vesen) en ég þarf bara heil-litun á ársfresti, þess á milli þarf bara að lita í rótina. Veit ekki um aðra fjólubláa liti sem halda sér þetta vel.

Margrét