Við á Grænu stofunni erum stolt af því að vera fyrsta umhverfisvottaða hárstofan á Íslandi
Allt okkar starf miðast við að vera umhverfis- og mannvænt. Við veljum aðeins hreinustu vörur sem völ er á, hvort sem við seljum þær í versluninni okkar eða notum á stofunni.
Eitt af okkar aðalgildum er virðing; við berum virðingu fyrir umhverfinu okkar, við gætum þess að ganga ekki á vistkerfi jarðar og allt sem við notum og gerum skilar sér til baka á eins skaðlausan máta og kostur er á.
Við berum virðingu fyrir öllum manneskjum, áttum okkur á því við erum alls konar, höfum ólíkar þarfir og eigum öll rétt á því að komið sé fram við okkur af nærgætni og alúð.
