Skip to main content

Viltu vinna með okkur?

Græna stofan stækkar!
Eins og einhverjir hafa eflaust tekið eftir hefur bið eftir tíma verið ansi löng undanfarið á Grænu stofunni og höfum við í raun ekki annað eftirspurn almennilega í haust og í vetur.

Nú er Græna stofan á leið í stærra húsnæði og hefur tök á og aðstöðu til að bæta við sig hársnyrtum. Við verðum að sjálfsögðu áfram vottuð umhverfis- og mannvæn hárstofa og allir starfsmenn Grænu stofunnar starfa alfarið eftir stöðlum Grøn salon kerfisins.

Það að starfa eftir stöðlum Grøn salon þýðir að við sniðgöngum þekkta ofnæmisvalda og skaðleg efni sem fyrirfinnast í faginu og gætum þess að vernda okkur sjálf og umhverfið eins og kostur er á. Hársnyrtar sem eiga erfitt með að starfa við iðnina vegna ofnæmis eða annarra óþæginda af völdum efna geta oft hæglega starfað eftir stöðlum Grøn Salon án vandkvæða. Okkur þætti vænt um að þið létuð orðið berast til þeirra hársnyrta sem gætu haft áhuga á að starfa með okkur á Grænu stofunni.

Sendu okkur póst á info@graenastofan, taktu grænt skref og sæktu um!

Við erum þakklát fyrir það frábæra tækifæri að geta stækkað stofuna og hlökkum til að taka á móti ykkur í Austurveri um miðjan febrúar. Þangað til stöndum við vaktina á Óðinsgötunni.

Close Menu
Austurveri
Háaleitisbraut 68
103 Reykjavík
552 1375
info@graenastofan.is