Skip to main content

Hvað þýða innihaldsefnin?

Við á Grænu stofunni viljum að þú vitir nákvæmlega hvaða innihaldsefni eru í þeim vörum sem við notum og seljum. Ef spurningar vakna um innihaldsefni ekki hika við að hafa samband við okkur á info@graenastofan.is

Sodium cocoyl glutamate

Þetta er eitt mildasta yfirborðsvirka efnið á markaðnum. Unnið úr kókoshnetuolíu og blandast við glútamínsýru frá sojabaunum (ekki GMO). Er niðurbrjótanlegt og samþykkt til notkunar í náttúruvænum snyrtivörum.

Sodium Laurylglucosides Hydroxy-propyl-sulfonate

Ath! Ekki súlfat, þó að nafnið gefið það mögulega til kynna. Efnið er algjörlega skaðlaust og er unnið úr sykrum (glúkósa). SLH er yfirborðsvirkt efni sem er ætlað að ná fram góðri froðu og jafnvægi milli vatns og olíu.

Glycerin

Seigfljótandi og rakabindandi, sem bindur raka í húð og hár. Lífrænt og kemur úr maís sem ekki er erfðabreyttur.

Olive oil polyglycerol-4esters

Án PEG (Polyethylene glycol). Yfirborðsefni úr jurtaríkinu sem byggir á ólívuolíu. Mýkjandi og viðheldur náttúrulegri fitu í húð og hári. Er niðurbrjótanlegt, umhverfisvænt og samþykkt til notkunar í umhverfisvænum snyrtivörum.

Guar hydroxy-propyltrimonium chloride

Unnið úr fræjum af belgjurtum frá Indlandi og Pakistan. Efnið er notað sem þykkingarefni, það hefur mýkingaráhrif, dregur úr rafmagnsmyndun í hári og veitir lyftingu. Samþykkt af KRAV.

Dehydroacetic acid

Eilítið súrt rotvarnarefni sem hefur breytt svið. Virkar vel gegn bakteríum, sveppum og myglu. Leyfilegt er að nota efnið í umhverfisvottaðar húð og hárvörur.

Simmondsia chinensis seed oil

Kemur úr jojoba runna. Hefur jákvæð áhrif á seborré exem, flösu og þurrum hársverði. Lífrænt og umhverfisvænt.

Xanthan gum

Xanthan gúmmí er fjölsykra (sykur) sem sérstakar bakteríur búa til með gerjun á glúkósa. Bakteríurnar eru ekki hættulegar mönnum né náttúru. Xanthan gúmmí er notað sem þykkingarefni í sjampóum frá Bruns Products.

Lauryl glucoside

Mjög milt þvottaefni sem unnið er úr lífrænum maís og kókoshnetu.

Salvia officinalis infusion

Er lausn úr lífrænni salvíu.

Aqua

Vatn

Cetearyl alcohol

Blanda af ýmsum fitualkahólum. Seigluefni sem hjálpar til við þykkingu og bindur efni saman. Niðurbrjótanlegt og umhverfisvænt.

Cetearyl glucoside

Blanda af ýmsum fitualkahólum. Seigluefni sem hjálpar til við þykkingu og bindur efni saman. Cetearyl glúkósi er sagður vera einn af fáum efnum sem eykur ekki eða stuðlar að unglingabólum. Niðurbrjótanlegt og umhverfisvænt.

Aloe barbadensis extract

Aloe Vera. Græðandi og róandi fyrir sáran og þurran hársvörð. Lífrænt og niðurbrjótanlegt.

Vitellaria paradoxa

Sheasmjör. Mýkjandi fyrir þurrt hár og minnkar ertingu í hársvörði. Sheasmjör er unnið úr ávaxtahnetu úr Shea hnetutrjám. Lífrænt og niðurbrjótanlegt.

Lactid acid

Náttúruleg mjólkursýra sem kemur ekki úr mjólkurafurðum. Sýran er tekin úr með mjólkursýru gerjun. Stillir PH-gildi að súru marki.

Cocos nucifera

Lífræn kókosfita. Umhverfisvæn og niðurbrjótanleg

Persea gratissima oil

Avokadóolía. Feit og væg næringaolía úr avokadó. Lýsir upp og gefur fínan gljáa í hárið. Niðurbrjótanlegt og umhverfisvænt.

Salvia officinalis

Lífræn salvía.

Potassium alum

Náttúrulegt deosten duft samþykkt af Ecocert, BDIH og NaTure

Elettaria cardamomum seed oil

Kardemommuolía. Sótthreinsandi og róandi lífræn ilmkjarnaolía.

Cocos nucifera oil

Kókosolía. Yndislegur kókosilmur úr lífrænni ilmkjarnaolíu.

Citrus sinensis peel oil

Suðræn appelsínu ilmkjarnaolía. Frábær fyrir „irriterandi“ hársvörð

Styrax benzoin resin oil

Benzoin börkur. Ilmur sem líkist vanillu og er ættaður frá Indónesíu. Gefur hita í húð og frábær fyrir húð sem er upphleypt.

Mentha viridis leaf oil

Mynta. Frísk og fersk ilmkjarnaolía með myntuilm.

Cedrus atlantica wood oil

Cedar olía. Djúphreinsandi ilmkjarnaolía

Eucalyptus citriodora oil

Myrtujurt. Hressandi ilmkjarnaolía

Cupressus sempervirens Leaf oil

Cypress olía. Andlega eflandi ilmkjarnaolía

Rosmarinus officinalis Leaf oil

Rósmarínolía. Náttúrulyf og ferskur ilmur sem virkar. Hreinsar og er mild fyrir húðina.

Decyl Glucoside

Er fínt yfirborðsvirkt efni úr maís og kókoshnetufitu. Freyðir og hreinsar vel. Unnið úr plöntum, er niðurbrjótanlegt og umhverfisvænt.

Naturlig parfym

Náttúrulegt ilmvatn. Samblanda af ilmkjarnaolíum og einstökum efnum úr ilmkjarnaolíum. Ilmurinn inniheldur hvorki ónáttúrulegan né tilbúna íhluti. Efnið er vottað af Ecocert sem náttúrulegt efni.

Glycerin

Seigfljótandi og rakabindandi, sem bindur raka í húð og hár. Lífrænt og kemur úr maís sem ekki er erfðabreyttur.

Xanthan gum

Xanthan gúmmí er fjölsykra (sykur) sem sérstakar bakteríur búa til með gerjun á glúkósa. Bakteríurnar eru ekki hættulegar mönnum né náttúru. Xanthan gúmmí er notað sem þykkingarefni í sjampóum frá Bruns Products.

Aqua

Vatn

Lactid acid

Náttúruleg mjólkursýra sem kemur ekki úr mjólkurafurðum. Sýran er tekin úr með mjólkursýru gerjun. Stillir PH-gildi að súru marki.

Propylene Carbonate

Er lyktarlaus vökvi og er notaður til að virkja og binda litapigment.

Alcohol-denat

Er etanól sem bætt hefur verið út í efni sem er slæmt á bragðið til þess að sporna við því að það sé borðað eða drukkið. Margvirkt efni. Vinnur á móti froðumyndun, er herpiefni, dregur úr myndun örveira og er einnig notað sem leysiefni. Má finna í ýmsum hár- og snyrtivörum og er skaðlaust umhverfi.

PEG-9 Dimethicone

Dregur úr rafmagnsmyndun og er mýkjandi.

Sodium Hydroxide

Jafnar sýrustig. Náttúrulegur.
Close Menu
Austurveri
Háaleitisbraut 68
103 Reykjavík
552 1375
info@graenastofan.is