Skip to main content

Skilmálar

Við á Grænu stofunni teljum mikilvægt að þú vitir hver við erum og hvernig við förum með pantanir, öryggismál og persónuverndarmál. Ef spurningar vakna um gögn, öryggi og ferla ekki hika við að hafa samband við okkur á info@graenastofan.is

Vefverslun
Þegar þú pantar hjá okkur þá tökum við sendinguna til um leið og greiðsla berst og þér send staðfesting í tölvupósti. Þú getur valið um að sækja til okkar eða fengið sent. Við sendum með Póstinum og tekur þá að jafnaði tvo til fjóra virka daga fyrir pöntunina að berast.

Sendingarkostnaður bætist við um leið og þú velur hvort þú viljir sækja eða senda til þín. Kostnaður við sendingu er 790 krónur og er sent á næsta pósthús.
24% lögbundinn virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar og eru öll verð í íslenskum krónum.
Ef varan sem þú pantar af okkur uppfyllir ekki þínar þarfir þá geturðu skilað henni til okkar innan tveggja vikna og fengið endurgreitt að fullu. Varan verður þá að vera óskemmd og í upprunalegum umbúðum, einnig þarf kvittun fyrir viðskiptum að fylgja.

Ef um gallaða vöru er að ræða þá endurgreiðir Græna stofan andvirði hennar að fullu ásamt sendingarkostnaði, ef varan var send til viðskiptavinar. Mikilvægt er að skila vörunni til Grænu stofunnar til að meta gallann og eftir atvikum láta framleiðanda vita.

Þú getur valið um að greiða með millifærslu, á staðnum eða með greiðslukortum og fer þá greiðslan í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila. Þegar þú verslar við okkur þá geturðu valið að skrá þig á póstlistann í leiðinni.

Nánari upplýsingar um okkur:
Græna stofan ehf.
Austurveri, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík
VSK-númer: 125958
Kennitala: 471016-0710

Varnarþing
Félagið er staðsett í Reykjavík og þar er varnarþing þess. Rísi ágreiningur um samning þennan verður málið rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

Trúnaður
Græna Stofan heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Notkun á persónuupplýsingum
Sendingar úr kerfi Grænu stofunnar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.

Greiðslukort
Græna stofan tekur við eftirfarandi greiðslukortum: Visa, Visa Electron, Mastercard, Maestro, American Express, Union Pay, JCB, Diners Club og Discover.

Persónuvernd
Vefsíða Grænu stofunnar notar vefkökur (e. cookies) í því skyni að gera vefinn enn betri og aðgengilegri fyrir notendur og til að auka þjónustustig.

Vefkökur eru litlar textaskrár geymdar í tölvu eða snjalltæki notandans og gera vefsíðum kleift að fá nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefinn. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar notandinn Grænu stofunni að safna saman upplýsingum um notkun hans á vefnum. Engar persónulegar upplýsingar eru vistaðar um notendur út frá þessum upplýsingum.

Græna stofan notar Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um það hvernig notendur nota síðuna. Þetta er gert til að skilja betur hvernig hægt er að bæta upplifun notenda af vefsíðunni.

Google Analytics geymir meðal annars upplýsingar um hvaða vefsíður notandi heimsækir, hversu lengi hann er á síðunni og hvað smellt er á. Einnig notar Græna stofan Facebook Pixel. Vefsíða Grænu stofunnar keyrir á WordPress og er hýst hjá 1984.is.

Ef notendur vilja ekki nota vefkökur er hægt að breyta stillingum í vafranum sem notast er við svo að upplýsingarnar verði ekki vistaðar án þess að beðið sé um leyfi fyrst. Hægt er að stilla flesta vafra til að þeir taki ekki á móti vefkökum. Í flestum þeirra er að finna leiðbeiningar um hvernig slökkva eigi á vefkökum (e.cookies).