Lýsing
Innihald: Sæt möndluolía (Prunus amygdalus dulcis), Sólblómaolía (Helianthus annuus), Rósmarín ilmkjarnaolía (Rosmarinus officinalis), E-vítamín olía (Tocopherol), Limonene, Linalool.
Hvað gera innihaldsefnin fyrir þig?
Rósmarín ilmkjarnaolía: Inniheldur andoxunarefni og er samandragandi, hefur örvandi áhrif á hársekkinn og stuðlar þannig að endurnýjun. Hún inniheldur einnig carnosic sýru sem ýtir undir endurnýjun frumna og betra blóðflæði. Ilmurinn er upplífgandi og hefur líka góð áhrif á minnið!
Sæt möndluolía: Þessi próteinríka olía er stútfull af B-vítamíni m.a. B3 og B9, svo sannarlega góð næring til að þykkja, styrkja og styðja við góðan hárvöxt. Möndluolían er rakagefandi og frábær meðferð við þurrki í hársverði.
Sólblómaolía: Ein af mest róandi og verndandi olíum sem völ er á, róar hársvörð og dregur úr bólgum og bætir þannig heilbrigði hársvarðarins. Sólblómaolían inniheldur mikið af E-vítamíni sem nærir og hjálpar til við að örva endurnýjun ásamt því að gefa hárinu fallegan gljáa.
E-vítamín: Öflugt andoxunarefni sem bætir mýkt og áferð hársins og hjálpar til við að minnka líkur á því að hárið brotni og skemmist.
Það eru engar umsagnir enn.