Klippislá Barna | Mia Magic
4.990 kr.
Klippislá barna frá dásamlega góðgerðarfélaginu Mia Magic.
Mia Magic er góðgerðarfélag sem stofnað var 1. febrúar 2021. Mia Magic einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslubækur, bækurnar Mía fær lyfjabrunn, Mía fer í tívolí & Mía fer í blóðprufu eftir þær Þórunni Evu og Bergrúnu Írisi hafa slegið í gegn og er á döfinni að gefa út fleiri bækur.
Allar bækur um Míu eru gefins þar sem þetta eru fræðslubækur. Fræðsla á ekki að kosta og því er safnað fyrir útgáfu á öllum bókum um Míu svo hægt sé að halda áfram að fræða. Börnin elska Míu.
Við mælum eindregið með að eiga Míu klippislá á hárstofum landsins, já eða bara heima. Mía hjálpar fullt af krökkum að vera hugrökk þótt þau séu hrædd.
Allur ágóði af sölu klippislánna fer til Mia Magic.
Á lager