Description
Colour Refresh er nærandi maski með litarögnum sem fríska upp litinn í hárinu á skömmum tíma. Útkoman fer eftir ástandi hársins og liturinn verður sterkari í efnameðhöndluðu eða gljúpu hári. Til að ná fram rétta litatóninum er hægt að blanda saman mismunandi Colour Refresh-litum eða nota hefðbundna næringu til að milda litinn sem er valinn. Liturinn helst í hárinu í u.þ.b. 4-10 hárþvotta, en það fer eftir áferð og ástandi hársins.
Cacao Intense er kjörinn fyrir ljósbrúnt og dökkt hár. Hafið í huga að litamaski getur ekki lýst hárið.
- Hentar fyrir ljósbrúnt og dökkt hár (tón 2-6)
- Fyrir ljósara hár, blandið hefðbundinni næringu til að ekki sé hætta á að liturinn verði of dökkur eða mislitur
- Hylur ekki grátt hár
- Notist ekki rétt fyrir aflitun/strípur þar sem litamismunur gæti átt sér stað
- Colour Guard Complex
- 100% vegan & animal friendly
- CO2 kolefnisjafnaðar umbúðir
Notkun:
- Þvoið hárið með sjampói og skolið vel, það býr hárið undir litanæringuna og hjálpar litaögnum að fara inní hárið.
- Þurrkið hárið með handklæði, kreistið umframvatn úr hárinu og þurrkið vel.
- Notið hlífðarhanska.
- Berið næringuna í hárið. Passið að bera jafnt og þétt í allt hárið svo það fái sem jafnastan lit. Gott er að nota fingurna eða greiðu.
- Leyfið litanæringunni að bíða í 3-10 mín, fer eftir hversu mikilli dýpt litar óskað er eftir.
- Skolið næringuna vel úr hárinu.
- Gott er að setja venjulega næringu í hárið í lokin til koma í veg fyrir að liturinn renni of fljótt úr. Skolið.
There are no reviews yet.