Lýsing
Um Nr. 23 Djúpnæringu
Nr. 23 Djúpnæring Oparfymerad er handunninn djúpnæringarhármaski. Varan inniheldur lífræna jojoba olíu sem nærir og gefur aukinn raka í hárið og lífrænt sheasmjör sem kemur í veg fyrir sundraða enda, örvar hársvörðinn og gefur hárinu heilbrigt og glansandi útlit.
Ef þú ert með ofnæmi fyrir ilmkjarnaolíum eða hefur viðkvæman hársvörð, eða einfaldlega velur að nota hreinar, ilmefnalausar vörur, þá er þessi vara fyrir þig.
Vegan.
Innihaldslýsing:
Cetearyl Glucoside, Behenamidopropyl Dimethylamine, Glycerin, Cocos Nucifera, Aloe Barbadensis Leaf Juice, Persea Gratissima,Vitellaria Paradoxa, Lactic Acid, Simmondsia Chinensis, Dehydroacetic Acid
Um Bruns djúpnæringarnar
BRUNS Products hármaski eru mild, náttúru- og umhverfisvæn djúpnæring fyrir fagfólk og almenning. Djúpnæringarnar veita meiri raka, fyllingu og kemur í veg fyrir sundraða enda og gefur hárinu heilbrigt og glansandi útlit.
Vörurnar eru þróaðar af hárgreiðslumeisturum fyrir hárgreiðslufólk. Áhersla er lögð á að viðhalda náttúrulegum gæðum hársins sem og vellíðan hárgreiðslufólks og notenda hárvaranna. Allar vörurnar eru handunnar í Svíþjóð. Innihald varanna eru úr sérvöldum náttúrulegum og lífrænum efnum. Þær skaða ekki umhverfið, hvorki fólk né dýr.
Það er okkur mjög mikilvægt að engin kemísk efni séu notuð í djúpnæringarnar og að hárgreiðslusfólk sé ekki að vinna með vörur sem skaða umhverfið eða mannfólk. Þannig öxlum við ábyrgð saman
Johanna Lindskoug og Cecilia C Nilsson eru hárgreiðslumeistarar og stofnendur Bruns Products. Þær reka GRON-SALON vottaðar hárgreiðslustofur í Malmö og Lund í Svíþjóð og hófu að framleiða sínar eigin vörur eftir að hafa unnið með hárvörur sem voru ekki góðar fyrir umhverfið né mannfólk. Vörurnar hafa sannað sig í Svíþjóð sem og annarsstaðar og viðskiptavinir þeirra vilja ekkert annað í dag.
Þess vegna skrifa þær undir hverja vöru með stolti.
Það eru engar umsagnir enn.