Nr. 06 Svitalyktareyðir Mustig pomelo

3.490 kr.

Handunnið með vandlega völdum náttúrulegum efnum.
Ilmur hentar öllum kynjum.
Milt og áhrifaríkt
Klassískar glerumbúðir með kúlu.
Mjög notadrjúgt.

Vörunúmer: BRUSVI06 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Lýsing

Um Nr. 06 Svitalyktareyði Mustig pomelo

Nr. 06 Svitalyktareyðir Mustig pomelo er handunninn svitalyktareyðir með vandlega völdum mildum efnum fyrir öll kyn. Ferskur ilmur af þroskaðu greipaldin og af berki. Varan inniheldur ekki álklóríð, paraben né alkahól. Hægt að nota daglega eða eftir þörfum.

Vegan

Innihaldslýsing:
Aqua, Xanthan Gum, Sodium Bicarbonate, Triethyl Citrate, Lactic Acid, Potassium Alum, Dehydroacetic Acid, Ethyl Lauroyl Arginate HCL, Parfum.

Um Bruns svitalyktareyði

Húðin í handarkrikanum er þunn og viðkvæm og í handarkrika eru einnig margir eitlar. Rakstur eða vax undir handleggjum gerir húðina móttækilegri fyrir því sem þú leggur á hana.

Í Bruns svitalyktareyði hefur verið valið að taka í burtu þrjú innihaldsefni sem oft er að finna í hefðbundum svitalyktareyðum og andspíruefnum.

Paraben er ótrúlega umdeilt efni sem Bruns Products hafa valið að útiloka. Alkahól og álklóríð getur verið slæm blanda fyrir eitla og því var ákveðið að búa til svitalyktareyði án álklóríðs, alkahól og parabens.

Þegar skipt er úr svitalyktareyði yfir í náttúrulegra lyktarefni getur það tekið nokkurn tíma áður en handarkrikarnir venjast. Svitaframleiðsla mun róast með tímanum og svitalyktareyðir frá Bruns Products mun vinna betur eftir nokkrar vikur.

Johanna Lindskoug og Cecilia C Nilsson eru hárgreiðslumeistarar og stofnendur Bruns Products. Þær reka GRON-SALON vottaðar hárgreiðslustofur í Malmö og Lund í Svíþjóð og hófu að framleiða sínar eigin vörur eftir að hafa unnið með hárvörur sem voru ekki góðar fyrir umhverfið né mannfólk. Vörurnar hafa sannað sig í Svíþjóð sem og annarsstaðar og viðskiptavinir þeirra vilja ekkert annað í dag.

Þess vegna skrifa þær undir hverja vöru með stolti.

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Nr. 06 Svitalyktareyðir Mustig pomelo”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *