Skip to main content

Þara Næturkrem

8.499 kr.

Nærandi, ilmefnalaust og steinefnaríkt næturkrem sem inniheldur meiri fitu heldur en Þara dagkremið. Þarinn er talinn draga úr öldrun húðarinnar og þetta krem er ætlað konum og körlum á öllum aldri. Fyrir þurra húð.

VOR organics vörurnar eru íslenskar húðvörur með íslenskum bláberjum, þara og lífrænum olíum. Umbúðirnar eru stílhreinar í brúnum glerkrukkum og hvítum kössum. Vörurnar eru án hormónatruflandi efna, án erfðabreyttra efna og umbúðirnar smita ekki skaðlegum efnum yfir í vöruna sjálfa. Hönnuður varanna heitir Margrét Sigurðardóttir. Þess má geta að Margrét lærði grasalækningar í Danmörku og leggur hún því mikið upp úr því að vörurnar séu heilsusamlegar.

Á lager

Lýsing

Innihald:

Pure Icelandic spring water** Cetearyl alcohol* Coconut oil (Cocos nucifera)* Thistle oil (Carthamus tinctorius)* Sunflower oil (Helianthus annuus)* Sesame oil (Sesamum indicum)* Glycerin* Atlantic Wakame extract ( Alaria Esculenta )** Atlantic Kombu extract( Laminaria digitata)** Xanthan Gum. Sodium Levulinate*, Sodium Anisate*, Glyceril Caprylate*, Vitamin E (Tocopherol)**

*Organic ingredients.
** Natural ingredients.