Friendly Hársápustykki – Lavender og geranium

990 kr.

Nærandi hársápustykki sem bæði hreinsar og nærir hárið.

Lýsing

Nærandi hársápa sem búin er til úr laxerolíu til að ná fram djúpnæringu og þykku og mjúku löðri sem bæði hreinsar og verndar hárið. Endingargott og þétt sápustykki með slakandi ilmkjarnaolíu úr lofnarblómi (lavender) og rose geranium.

Í aldaraðir hefur laxerolían verið notuð sem náttúruleg hárnæring og meðferð fyrir hársvörðinn. Í bland við kókoshnetuolíu og ólífuolíu verður til öflug, rakagefandi og nærandi hársápa.

Friendly hársápustykkin eru endingargóður, nettur og samanþjappaður valmöguleiki sem leyst getur af hólmi og dugað álíka lengi og þrír sjampóbrúsar. Þessi hársápa hefur verið þekkt fyrir að temja óstýrlátustu lokka og stuðla að heilbrigðum hárvexti.

Ilmkjarnaolíur úr lofnarblómi og rose geranium eru báðar þekktar fyrir streitulosandi eiginleika sína. Auk þess er lofnarblómið einnig þekkt fyrir bakteríudrepandi eiginleika sína.

Hver hársápa er handgerð úr laxerolíu, kókosolíu, ólífuolíu, ilmkjarnaolíum úr lofnarblóim og rose geranium, vatni. Og engu öðru.

95 gr.

Allar sápurnar okkar eru cruelt free og án; Pálmaolíu, paraben, súlfats, tríklósan og phthalate (þalöt).Umbúðir þeirra eru úr endurunnum pappír, án plasts og þær má endurvinna aftur. Friendly sápurnar eru jafnframt skráðar og samþykktar hjá: The Vegan Society, Cruelty Free International og fá hæstu einkun hjá The Ethical Consumer.

Innihald: Sodium cocoate, Sodium olivate, Sodium castorate, Aqua, Lavandula angustifolia (lavender) essential oil contains linalool, limonene, geraniol, Pelargonium graveolens (rose geranium) essential oil contains geraniol, citronella, linalool

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Friendly Hársápustykki – Lavender og geranium”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *